Fjallkona 2008

Fjallkona árið 2008 var Elma Lísa Gunnarsdóttir en ávarp fjallkonunnar var eftir Þorstein frá Hamri

Ávarp fjallkonu

Landslag! það hljómar
í sal undir himninum, sungið
af dætrum mínum, þeim tjörn og tó
fit, mýri og mörk:

leiðarstef
til þín, gegnum þokur tímans!

Þú vissir ei
hver þú varst í raun, fyrr en þar;
þú sættist hvergi
við sjálfan þig betur en þar;

þú villtist hvergi
jafn voðalega,
jafn þakksamlega sem þar!
Svo kliðmjúk, höfug
er kveðandin sú að heyra.