You are here

Dagskrá 2016

 Dagskrá 17. júní 2016 í Reykjavík

 

MORGUNDAGSKRÁ

 
Kl. 10:00
Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík
 
Kl.10:15
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
Sr. Sveinn Valgeirsson predikar, biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir blessar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari
Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, einsöngvari er Bragi Bergþórsson
 
Kl. 11:10
Athöfn á Austurvelli
Hátíðardagskrá á vegum Alþingis og Forsætisráðuneytisins 
Karlakórinn Fóstbræður syngur Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar
Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn 
Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar
Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Barnakór Ísaksskóla syngja Hver á sér fegra föðurland. Stjórnandi er Ása Valgerður Sigurðardóttir
Ávarp fjallkonunnar
Lúðrasveitin Svanur leikur Ég vil elska mitt land. Stjórnandi er  Carlos Caro Aguilera
 
Kl 11:50
Skrúðganga frá Austurvelli í kirkjugarðinn við Suðurgötu
Forseti borgarstjórnar, Sóley Tómasdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur
Lúðrasveitin Svanur leikur

 

SKRÚÐGÖNGUR OG HÓPAKSTUR

 
Kl. 12:15 – 16
Akstur fornbíla og sýningar 
Hópakstur Fornbílaklúbbsins og sýning við Hörpu
Hópakstur Krúsers og sýning á Skothúsvegi. 
 
Kl. 13:00
Skrúðgöngur
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveg og í Hljómskálagarð. Lúðrasveit verkalýðsins og lúðrasveitin Svanur leika 
Skátar leiða skrúðgöngu frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
 

ÞJÓÐHÁTÍÐ VIÐ TJÖRNINA

Aðalhátíðasvæðið í ár er nágrenni tjarnarinnar. Í görðum og götum verða fjölskylduskemmtanir, tónleikar, götuleikhús, sirkus, leiktæki, veitingatjöld, íþrótta- og fornbílasýningar og margt margt fleira

Kl. 13 – 17

Hljómskálagarður
Skátarnir í Reykjavík verða með hátíðardagskrá í Hljómskálagarði þar sem þeir setja upp Skátaland með leiktækjum, hoppkastala, klifurvegg og veitingasölu til styrktar skátastarfi í Reykjavík. Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Barna og fjölskyldudagskrá á sviði, íþróttasýningar og fjölskyldudansleikur
 
Kl. 13:30
Hljómskálagarður – stóra svið
13:30  Latibær
13:50  Dansskóli Birnu Björns
13:55  Dansstúdíó World Class
14:00  Háskóladansinn og SalsaIceland
14:10  Dans Brynju Péturs
14:25  Fjölskyldudansleikur með Fjörkörlunum  
14:55  Skuggamyndir frá Býsans
15:25  Alan Jones
15:40  Snorri Helgason
16:10  Hórmónar
16:30  Black Kings
16:40  Helgi Jónsson 
16:55  Prime Cake
17:20  Lucy in Blue
Kynnir er Guðmundur Felixson
 
Kl. 13:30
Hljómskálagarður – litla svið
13:15 Tóti trúður
13:30  Fimleikasýning frá Ármanni
13:40  Kung fu sýning
14:00  Aikido sýning
14:20  Skylmingafélag Reykjavíkur
14:40  Tanya og Dansdívurnar frá Heilsuskóla Tanyu
15:00  Amber
15:30  Bergmál
15:50  Mara
16:10  Silkilórurnar
16:30  Sigmund 
 
Kl. 13:30-17
Vesturbakkinn í Hljómskálagarði
Sirkus Íslands með götuleikhús og sirkusskóla
Sirkussýningar kl. 14:15, 15:30 og 16:30
 
Kl. 13:30
Ráðhúsið
13:30  Norska lúðrasveitinn Notodden Bymusikk
14:00  Lögin hans Jóns í bankanum. Flytjendur eru Dagný Halla Björnsdóttir, Jón Rafnsson, Pálmi Sigurhjartarson, Trausti Jónsson, Þór Breiðfjörð og Þórunn Soffía Snæhólm 
14:40  Dúettinn Tónslit leikur
15:15  Lögin hans Jóns í bankanum
16:00  Harmónikuball með Harmónukufélagi Reykjavíkur
 
Kl. 13:30 og 14:30
Brúðubíllinn í Hallargarði
Brúðuleiksýningin Óþekktarormar
 
Kl. 13:30
Listhópar Hins Hússins í Iðnó
13:30 Dúettinn Tónslit leikur
14:15 Málmblásarahópurinn Ventus Brass
15:00 Tríóið Mara
15:20 Andartak flytur rómantísk lög
16:00 Gulli Björns leikur frumsamda raftónlist
16:30 Femprov sýnir vídjóverk, sem byggt er á sögum vegfaranda, um kynjamisrétti í daglegu lífi
Garnabarn prjónagraffar með gestum og gangandi fyrir utan Iðnó frá kl. 13:30
 
Kl. 13:30
Listhópar Hins Hússins í Fríkirkjunni
13:30 Víkurhljóð
14:00 Mara
14:20 Andartak
15:00 Víkurhljóð
 
Kl. 13-17
Ýmis atriði á Tjarnarsvæði
13-15  Andar fortíðar sveima yfir vötnum. Götuleikhús Hins Hússins
13:00  Keppnin Sterkasti maður Íslands á Ísbjarnarflöt
13:30  Sólskoðun Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins við styttu Jónasar Hallgrímssonar
13:30  Reykjavík Portrait teiknar andlitsmyndir við styttu Thorvaldsen
13:30-17  Pílukast við Kvennaskólann
 

ÞJÓÐHÁTÍÐ Í HÖRPU

 
Kl. 13
Smurstöðin
13:00  Bjarmi Hreinsson harmonikkuleikari
14:00  Alda Dís
14:30  Gulli gítar
16:30  Mara
 
Kl. 13:45
Eldborg
13:45  Lúðrasveitin Svanur marserar inn í Hörpu og leikur létt lög
14:00  Þjóðsöngur í Eldborg. Óperukórinn í Reykjavík leiðir þjóðina í söng undir stjórn Garðars Cortes
14:30  Danshópurinn Sporið sýnir íslenska þjóðdansa
15:00  Norska lúðrasveitin Notodden Bymusikk flytur fjölbreytta dagskrá
 
Kl. 15
Hörpuhorn       
15:00  Sönghópurinn Spectrum undir stjórn Ingveldar Ýrar
15:30  Alþjóðlega Akademían í Hörpu  
16:00  Reykjavík Midsummer Music 
 
Kl. 15:30
Norðurbryggja
15:30  Fjörkarlar – Létt dagskrá fyrir fjölskylduna
16:00  Sirkus Ísland
 
Kl. 15-16
Anddyri
Maxímús heilsar börnunum og gefur vindmyllur
 
 

ÝMISLEGT

 
Kl. 13:30
17. júnímót í siglingum
Siglingakeppni hefst frá Ingólfsgarði (á bak við Hörpu). Opið hús hjá Siglingakúbbnum Brokey og bátar til sýnis
 
Kl. 14  
Sterkasti maður Íslands á Austurvelli
Keppni í réttstöðulyftu og öxullyftu
 

Kl. 14-17
Teflt á útitaflinu

Skákakademía Reykjavíkur tekur fram taflsettin og hvetur skákmenn til að fjölmenna og grípa í tafl

 
Kl. 15
Þjóðhátíðarbænastund í Landakotskirkju
Kristin trúfélög sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Svavar Knútur syngur og leikur. Börnin velkomin
 
 

DAGSKRÁRLOK Kl. 18


Hátíðarsvæði
Skipulagt hátíðarsvæði er Kvosin þ.á.m. Austurvöllur, Kirkjustræti, Templarasund og Tjarnargarðar  Umferð er takmörkuð um þessi svæði og torgsala er óheimil án leyfis. Umsjón með dagskrá þjóðhátíðar í Reykjavík hefur þjóðhátíðarnefnd á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en Hitt Húsið sér um framkvæmdina.
 
Týnd börn
Upplýsingar um týnd börn í Ráðhúsinu og í Hinu Húsinu Pósthússtræti 3-5, sími 411 5500
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

Innskráning