You are here

Dagskrá 2003

Kl. 09.55
Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík
Kl 10:00
Í kirkjugarðinum við Suðurgötu
Forseti borgarstjórnar, Árni Þór Sigurðsson, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar
Lúðrasveit Verkalýðsins leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu
Stjórnandi:Tryggvi M. Baldvinsson
Skátar standa heiðursvörð
Kl 10:40
Hátíðardagskrá við Austurvöll
Hátíðin sett: Anna Kristinsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, flytur ávarp
Karlakór Reykjavíkur syngur: Yfir voru ættarlandi.
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli
Karlakór Reykjavíkur syngur þjóðsönginn
Ávarp forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar
Karlakór Reykjavíkur syngur: Ísland ögrum skorið
Ávarp fjallkonunnar
Lúðrasveit Verkalýðsins leikur: Ég vil elska mitt land
Kynnir er Sigríður Árnadóttir
Kl. 11:20
Guðsþjónusta í Dómkirkjunni
Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra prédikar
Kór Dómkirkjunnar syngur
Einsöngvari er Davíð Ólafsson
Kl. 12.00
Verðlaunaafhending í Ráðhúsi
Nemendaverðlaun fræðsluráðs Reykjavíkur veitt í Tjarnarsal ráðhússins
Skrúðgöngur
Kl. 13:40
Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur og Götuleikhúsið og leikhóparnir Lifandi leikhús og Reykvíska listaleikhúsið taka þátt í göngunni
Kl. 13:45
Skrúðganga frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveitin Svanur leikur
Kl. 14:00
Barna- og fjölskylduskemmtun á Arnarhóli
Atriði úr barnaleikritinu Benedikt búálfur
Danshópur frá Klassíska listdansskólanum sýnir dansverkin Þoka og Fjaðrafok
Gaggalagú. Atriði frá Hafnarfjarðarleikhúsinu
Harpa og Gaukur. Atriði frá Möguleikhúsinu
Minerva Iglesias og danshópur hennar sýnir flamenco-dans
Sönghópurinn Smaladrengirnir
Sigurvegararnir úr söngvakeppni Samfés
Atriði úr söngleiknum Grease
Danshópur Josyane Luz sýnir magadans
Birgitta Haukdal
Álfar út úr hól. Rót og Hvanni sjá um að kynna dagskrána
Kl. 14:00
Barna- og fjölskylduskemmtun á Ingólfstorgi
Lúðrasveit Reykjavíkur leikur
Fífillinn. Börn úr leikskólunum Laugaborg, Ægisborg og Austurborg frumflytja tónverk eftir Guðna Franzson við kvæði Þórarins Eldjárns
Stígvélaði kötturinn. Atriði frá Sjónleikhúsinu
Stúlknakórinn Graduale nobili
Þrír danshópar frá Jassballettskóla Báru
Sönghópurinn Blikandi stjörnur
Danshópur frá Klassíska listdansskólanum sýnir dansverkið Fjaðrafok
Barnadansleikur með Siggu Beinteins
Oktet Lesna, slóvenskur sönghópur
Bassikolo Island, afrísk tónlist og dansar
Kynnir er Solla stirða úr Latabæ
Kl. 14:00 og 14:30
Brúðubíllinn á Torfunni
Brúðuleikhússýningar á útitaflinu við Lækjargötu
Kl. 13:00-17:00
Tjörnin og umhverfi
Í Hallargarði og Hljómskálagarði verður Skátaland með leiktæki, þrautabrautir og fleira
Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur sýnir fallhlífastökk kl. 16
Kl. 14:00-16:00
Dagskrá í Hallargarði
Sýnd verður glíma, fimleikar og skylmingar, Tóti trúður treður upp og spákonur spá í garðhýsinu
Kl. 14:00-16:00
Uppákomur á Austurvelli og víðsvegar um Miðbæinn
Listhópar ungs fólks frá Hinu Húsinu troða upp með leik, söng, dansi og hljóðfæraslætti.
Íslenski Lýðveldisherinn verður með inntökupróf á Stjórnarráðstúninu og þurfa umsækjendur að leysa torskildar þrautir
Glöðu málararnir afhjúpa alþýðumálverk á vegg við bílastæði Kolaports kl. 15
Herra Sívertsen og farandleikararnir leika við afhjúpunina og víðar
Götuleikhúsið sýnir eldgos og önnur náttúruundur við Menntaskólann í Reykjavík
Ljóðaleikur les ljóð þjóðskáldanna á tjarnarbakkanum við Fríkirkjuveg
Sumaróperan í Reykjavík syngur ættjarðarlög í Austurstræti
Lúðrasveit lýðsins verður á ferð og flugi
Kl. 14:30-17:00
Tónleikar í Ráðhúsi Reykjavíkur
Trio Cantabile. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir söngur, Emilía Rós Sigfúsdóttir þverflauta og Birna Helgadóttir píanó
Oktet Lesna, slóvenskur sönghópur
Léttsveit Harmónikufélags Reykjavíkur leikur fyrir dansi
Kl. 15:30
Barnadansleikur á Ingólfstorgi
Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson leika fyrir dansi
Kl. 16:00
Dixieland í Iðnó
Dixielandhljómsveit Árna Ísleifs leikur á palli við Iðnó eða í salnum
Kl. 16:00-18:00
Barnadagskrá í Landfógetagarðinum
17.júní gleði miðborgarstarfs KFUM, KFUK og Kirkjunnar bak við gamla Hressingarskálann. Brúðuleikrit, andlitsmálun, Ólympíufáránleikar, söngur og gleði
Kl. 10:00-18:00
Þjóðhátíðardagskrá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal.
Kl. 10:00-18:00
Þjóðhátíðardagskrá í Árbæjarsafni
Kl. 10:00-22:00
17. júní spilahátíð Nexus á Hverfisgötu 103 (sjá nánar www.nexus.is)
Kl. 13:00-16:00
Akstur fornbíla og sýning Fornbílaklúbbsinsá Miðbakka
Kl. 14:00
Sterkasti maður Íslands. Trukkadráttur á Miðbakka
Sýningar Listasafns Reykjavíkur eru opnar eins og hér segir: Kjarvalsstaðir kl. 10-17, Hafnarhús kl. 10-17 og Ásmundarsafn kl. 10-16. Ókeypis aðgangur
Kl. 19:00-23:30
Tónleikar á Arnarhóli
Doctuz
Lokbrá
I Adapt
Danni og Dixieland-Dvergarnir
Í svörtum fötum
Írafár
Dáðadrengir
Yesmine Olsson
Búdrýgindi
Jagúar
Leoncie
Botnleðja
Maus
Á móti sól
Fallhlífaklúbbur Reykjavíkur sýnir fallhlífastökk kl. 22
Kl. 20:30
Gospeltónleikar í Landfógetagarðinum
Tónleikar með hljómsveitinni DeCisioN bak við gamla Hressingarskálann
Kl. 21:00-23:30
Dansleikur á Ingólfstorgi
Rússíbanar
Þú og ég
Milljónamæringarnir ásamt söngvurunum Páli Óskari, Bjarna Arasyni og Ragnari Bjarnasyni

Innskráning